Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands

Ferðafélag Íslands stendur fyrir lýðheilsugöngum nú í september líkt og það gerði á síðasta ári. Göngurnar verða alla miðvikudaga í september og hefjast þær klukkan 18:00. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur þar sem megin tilgangurinn er sá að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.  

Fyrstu göngurnar verða í kvöld en nálgast má upplýsingar um göngur á hverjum stað á vef Ferðafélags Íslands. Á Norðurlandi vestra  hafa verið skipulagðar göngur í Vestur- og Austur-Húnavatnssýslum en ekki hefur verið sett inn dagskrá fyrir Skagafjörð.

Húnaþing vestra:

5. september - Gengið að Snældukletti.
Upphafsstaður: Kirkjuhvammskirkja kl. 18:00.
Umsjón: Guðmundur Jónsson.

12. september (kl. 17:30) - Fjaran frá Ytri Ánastöðum að Skarði
Upphafsstaður: Íþróttamiðstöðin Hvammstanga kl. 17:30, sameinast í bíla.
Umsjón: Magnús Eðvaldsson.
Göngustjóri: Guðmundur Jónsson.

19. september (kl. 17:30) - Fjaran frá Skarði að Hamarsrétt
Upphafsstaður: Íþróttamiðstöðin Hvammstanga kl. 17:30, sameinast í bíla.
Umsjón: Magnús Eðvaldsson.
Göngustjóri: Guðmundur Jónsson.

26. september (kl. 17:30) - Gengið upp í Ánastaðasel
Upphafsstaður: Íþróttamiðstöðin Hvammstanga kl. 17:30, sameinast í bíla.
Umsjón: Magnús Eðvaldsson.

Austur-Húnavatnssýsla:

5. september - Holtin í kringum Blönduós 
Upphafsstaður: Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi.
Göngustjóri: Berglind Björnsdóttir.

12. september – Gunnfríðarstaðir
Upphafsstaður: Gunnfríðarstaðir.
Göngustjóri: Páll Ingþór Kristinsson.

19. september - Spákonufellshöfði á Skagaströnd 
Upphafsstaður: Við Salthús Guesthouse.
Göngustjóri: Ólafur Bernódusson.

26. september - Gljúfrið við Giljá 
Upphafsstaður: Við Stóru Giljá.
Göngustjóri: Sigurveig Sigurðardóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir