Maddömur vantar pott

Í upphafi aðventu ætla Maddömurnar á Sauðárkróki að bjóða gestum og gangandi sem um gamla bæinn fara upp á rjúkandi kjötsúpu í Maddömukoti eins og verið hefur undanfarin ár.

Þegar kveikt verður á jólatrénu á Kirkjutorginu verður ýmislegt um að vera í gamla bænum og búast Maddömurnar við fjölda manns í Maddömukotið til að bragða á ljúfengri súpu. Leita þær nú að suðupotti til að létta sér starfið t.d. eins og þeim sem notaðir voru til þvotta áður fyrr og gætu leynst ónotaðir í einhverjum geymslum bæjarbúa. Ef einhverjir þurfa að losa sig við slíka potta er tilvalið að hafa samband við Lottu í síma 864 2714 eða 453 5714 og bjóða henni pottinn þar sem hann mun koma að góðum notum.

Fleiri fréttir