Maður ársins á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
03.12.2010
kl. 13.54
Feykir auglýsir eftir tilnefningum fyrir kosningu um mann ársins fyrir árið 2010. Að gefnu tilefni bendum við á að konur eru líka menn. Ábendingar skal senda á netfangið feykir@feykir.is fyrir þriðjudaginn 14. desember en kosið verður á milli þeirra 10 einstaklinga sem flestar tilnefningar hljóta auk þess sem Feykir áskilur sér þann rétt að leita til álitsgjafa varðandi ábendingar.
Tilnefnda skal mann auk þess að tilgreina og eða rökstyðja hvers vegna viðkomandi eigi skilið að hljóta nafnbótina Maður ársins á Norðurlandi vestra.
Menn ársins síðustu ár:
2009 Þuríður Harpa Sigurðardóttir
2008 Bangsi og Stefán Vagn Stefánsson
2007 Börnin á Skagaströnd
2006 Harpa Lind Einarsdóttir