Maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu
ndurinn Tinni hafi vaknað óvenju snemma þennan morgun, á síðasta degi júlímánaðar, eða upp úr klukkan fimm og krafðist hann þess af fóstra sínum, Guðjóni, að fara á fætur og vildi út. Guðjón lét það eftir en hann var með hundinn í pössun í tvær vikur og allan þann tíma hagaði hundurinn sér ekki sambærilega. Þegar þeir gengu fram hjá Heiðarbrautinni sá Guðjón reyk við hús fjölskyldunnar, fór að húsinu og sá hvers kyns var og vakti fólkið. Fjölskyldufaðirinn rauk út vopnaður garðslöngu og vætti húsvegg og þakskyggni heimilis þeirra ásamt bílskúr til að koma í veg fyrir að eldurinn næði að breiðast út. Slökkviliðsmenn komu fljótlega á vettvang og slökktu eldinn í hjólhýsinu en hann náði einnig til vinnubíls sem stóð í innkeyrslunni. Að sögn slökkviliðsmanna var mikil mildi að Guðjón og Tinni hafi verið svona snemma á ferðinni þennan morgun.
Niðurstaðan í valinu var að vanda tilkynnt á Blöndublótinu, þorrablóti Blönduósinga, á laugardagskvöldið og tóku Guðjón og Tinni þar við viðurkenningarskildi og gjöf frá Húnahorninu. Fjölmargir fengu verðskuldaða tilnefningu í valinu en langflestar féllu þær Guðjóni og Tinna í skaut að þessu sinni.
Þetta er í 14. sinn sem lesendur Húnahornsins velja mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu en á síðasta ári var það Eyþór Franzson Wechner sem varð fyrir valinu.