Málstofa um orsakir kálfadauða
Á árunum 2006-2007 var gerð viðamikil rannsókn á orsökum ungkálfadauða. Að verkefninu stóðu Landbúnaðarháskóli Íslands, Bændasamtök Íslands og Landbúnaðarstofnun. Rannsóknin var gerð í samvinnu við nokkur búnaðarsambönd og Rannsóknarstöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrkti rannsóknina.
Niðurstaðan verður kynnt á málstofu á Hótel Sögu föstudaginn 28. nóvember. Málstofan er öllum opin en mikilvægt er að skrá sig fyrir 26. nóvember hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands í síma 433 5000 / 433 5033 eða um netfangið endurmenntun@lbhi.is. Þátttökugjald kr. 3500 greiðist við skráningu. Greiðslan fari á reikning LbhÍ nr. 1103-26-4237, kt. 411204-3590. Ráðstefnurit verður sent þátttakendum eftir málstofuna.