Málþing um hafís og strandmenningu

 Háskólasetrið á Blönduósi stendur á morgun miðvikudag fyrir málþingi um hafís og strandmenningu á Pottinum og pönnunni á Blönduósi.
Áhugaverð erindi verða flutt um málefni sem okkur eru ofarlega í huga núna á tímum loftslagsbreytinga og tíðra heimsókna ísbjarna til landsins. Meðal fyrirlesara eru alþjóðlega virtir erlendir og íslenskir fræðimenn. Ljóst er að á málþinginu gefst fólki kostur á að fræðast um ýmsar hliðar viðfangsefnisins frá mismunandi sjónarhornum.
DAGSKRÁ
Stutt kynning á Háskólasetri Háskólans á Hólum á Blönduósi
Fulltrúi stjórnar og Ester Helgadóttir sérfræðingur við Háskólasetrið
Island 1830-1999: climate, paleoclimate and sea ice
Jean-Luc Mercier, prófessor við Háskólann í Strasbourg, Frakklandi 
Hafíssaga síðustu tíu þúsund ára
Ólafur Ingólfsson prófessor við Háskóla Íslands
Hafís og siglingar
Þór Jakobsson veðurfræðingur   
Kaffihlé                                   
Útbreiðsla og áhrif hafíss fyrr á öldum
Astrid Ogilvie prófessor við Institute of Arctic and Alpine Research í Boulder, Colorado
Rauntímaeftirlit með hafís við Ísland
Ingibjörg Jónsdóttir dósent við Háskóla Íslands
Heimsóknir hvítabjarna á Íslandi á síðastliðnum árum
Þorsteinn Sæmundsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra
Umræður

Fleiri fréttir