Málþing um seli og samfélag
Laugardaginn 13. apríl stendur Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra fyrir opnu málþingi um margslungið samband manna og sela við Húnaflóa í fortíð, samtíð og framtíð. Á málþinginu koma saman fræðimenn af ýmsum sviðum sem eiga það sameiginlegt að stunda rannsóknir á Norðurlandi vestra. Þeir munu deila rannsóknum sínum og niðurstöðum og kanna möguleikann á frekara samstarfi í framtíðinni.
Málþingið, sem ber yfirskriftina Selir og samfélag við Húnaflóa í sögu og samtíð, er öllum opið og án endurgjalds. Fyrirlestrar munu fara fram á íslensku og ensku. Fyrirlestra á þinginu flytja: Unnur Birna Karlsdóttir, Sandra M. Granquist, Vilhelm Vilhelmsson, Helen Rößler, Dagrún Ósk Jónsdóttir, Eiríkur Valdimarsson og Jón Jónsson, Jessica Faustini Aquino, Sandra Magdalena Granquist og Georgette Leah Burns,
Að loknu málþingi verður haldið kvöldverðarboð með þátttakendum á veitingastaðnum Fellsborg á Skagaströnd og þurfa þeir sem vilja vera með í kvöldverðinum að skrá sig með því að hafa samband við Vilhelm Vilhelmsson, forstöðumann Rannsóknasetursins, fyrir 1. apríl eða senda tölvupóst á netfangið vilhelmv@hi.is
Dagskrá þingskin má nálgast hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.