Málþingið Karlmenn og krabbamein í dag

Krabbameinsfélag Skagafjarðar býður upp á fría rútuferð á málþingið Karlmenn og krabbamein sem haldið er í Hofi á Akureyri í dag kl. 16 – 18 af Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Meðal dagskrárliða mun Ingimar Jónsson á Flugumýri segja sína reynslusögu. Markmið málþingsins er að fræða karlmenn um algeng einkenni krabbameina og er hluti af vitundarvakningu um krabbamein hjá karlmönnum.

Málþingið fer fram í dag 14. mars kl.16:00-18:00 í Hofi Akureyri og er öllum opið, þátttakendum að kostnaðarlausu. Fyrir þá sem ekki komast verður því streymt beint í streymisveitu Krabbameinsfélagsins.

Dagskrá
Karlakór Akureyrar – Geysir.
Opnunarávarp - Starfsmenn KAON.
Krabbamein í karlmönnum, einkenni - Eiríkur Jónsson, þvagfæraskurðlæknir.
Reynslusaga - Ingimar Jónsson.
Breytingar á sjálfsmynd karlmanna í veikindum - Dr. Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði og sérfræðingur hjá KÍ.
Karlaklefinn - Guðmundur Pálsson, vefstjóri Krabbameinsfélags Íslands.
Fyrirspurnir og umræður.
Karlakór Akureyrar – Geysir.
Fundarstjóri: Friðbjörn Reynir Sigurðsson, Lyf- og krabbameinslæknir.
Ljósmyndasýningin Meiri Menn, sem unnin var í tengslum við Mottumars, verður til sýnis í Hofi.

Samkvæmt tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Skagafjarðar mun rútan úr Skagafirði fara frá N1 Ábæ á Sauðárkróki klukkan 14 og 14:30 frá Varmahlíð. „Vonum að einhverjir sjái sér fært að mæta þrátt fyrir stuttan fyrirvara,“ segir í tilkynningu Krabbameinsfélagi Skagafjarðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir