Mannbjörg er bátur sökk
Mannbjörg varð þegar fiskibátur sökk um eina sjómílu frá landi við Hvammstanga um klukkan hálf fimm í morgun. Í fréttum RÚV er haft eftir lögreglu að talið sé að báturnn hafi rekist á sker þar sem hann var á landleið og leki komist að honum.
Tilkynning barst björgunaraðilum um kl. hálf fjögur í morgun og fór björgunarsveit á vettvang og einnig var þyrla Landhelgisgæslunnar send af stað en snúið við þegar ljóst var að tekist hefði að bjarga mönnunum. Þrír menn voru um borð í bátnum og eru þeir allir heilir á húfi.
Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra og Rannsóknarnefnd samgönguslysa.