Margar góðar sögur sem koma upp í hugann

 

Ómar Sigmarsson

Hver er maðurinn?

Ómar Örn Sigmarsson            

 

 

 

 

 

 

 

Hverra manna ertu?  Sonur Elísabetar Arnardóttur og Sigmars Benediktssonar heitins.

 

Árgangur? 1976

 

Hvar elur þú manninn í dag? Ég bý í Osló, þar sem ég hef búið í 6 ár.

 

Fjölskylduhagir? Í sambúð með Báru Oddssdóttur 

 

Afkomendur? Sara Ósk 4 ára og Rakel Sif 2ára    

 

Helstu áhugamál? Körfubolti og enski boltinn.

 

Við hvað starfar þú? Rafvirkjun , rek eigið fyrirtæki hér í Osló.

 

Hraðaspurningar, þær virka þannig að þú botnar upphaf setninga með því fyrsta sem þér dettur í hug.

 

Heima er .....................2,5 timar með Icelandair.

 

Það er gaman.........................í góðra vina hópi.

 

Ég man þá daga er........................fólk kom 45 mín.  fyrir leik í körfunni til að fá gott STÆÐI.

 

Ein gömul og góð sönn saga..................Já, það eru margar góðar sögur sem koma upp í hugann, en hér er ein góð af Lalla Páls og Peter Jelic sem var þjálfari meistaraflokks.  Við vorum að spila æfingaleik á Akranesi og Lalli var búinn að spila vel í fyrri hálfleik og Jelic hélt mikla ræðu að við ættum allir  að læra af Lalla og spila „europian defens“. Í seinni hálfleik er Lalli ekki að sýna mikið af evrópu vörninni og Jelic verður vitlaus (sem gerðist ekki sjaldan) endar það með því að hann öskra á bekkinn „give me one gun Im gona shot me selv, no no give me too guns I‘m gona kill me selv“ 

 

Spurt frá síðasta viðmælanda....................  Ætlar þú að búa í Norge allt þitt líf, eða eru þið farin að hugsa ykkur um heimkomu? Gætir þú ekki hugsað þér að flytja heim á Sauðárkrók og jafnvel taka við sem þjálfari meistaraflokks karla í körfunni?

 

 

 

 

Svar............maður veit aldrei hvað gerist, en við erum ekki farinn að plana heimkomu. Það væri spennandi að taka við þjálfun meistarflokks, og bygga upp gamla stórveldið sem mér finst að við eigum að vera og bærinn þarf.

 

Hvern vilt þú sjá svara þessum spurningum og hvaða spurningu myndir þú leggja fyrir viðkomandi?

 

Nafn.............Arnar Kára

 

Spurningin er..................Hvað spilaðir þú með mörgum útlendingum í Tindastól og hverjir eru 3 lélegustu.:)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir