Margar hendur vinna létt verk

Á morgun, sunnudaginn 27. júlí, vantar sjálfboðaliða til að aðstoða við undirbúning fyrir Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Sauðárkróki um næstu helgi.

Allir þeir sem geta séð af smá tíma á morgun á milli kl. 17:00-19:00 eru hvattir til að mæta og hjálpast að við að flagga og merkja  tjaldsvæði fyrir Unglingalandsmótið.

Hópurinn ætlar að hittast kl. 17:00 á Víðigrund 5, þar sem UMFÍ er til húsa.

Ljósm./Pálína Ósk Hraundal

.

Fleiri fréttir