Margir kynna starfsemi sína á Mannamóti

Sýningarbásar Austur-Húnvetninga. Mynd af Facebooksíðu áhugafólks um ferðaþjónustu í A-Húnavatnssýslu.
Sýningarbásar Austur-Húnvetninga. Mynd af Facebooksíðu áhugafólks um ferðaþjónustu í A-Húnavatnssýslu.

Mannamót, árleg kaupstefna sem sett er upp af markaðsstofum landshlutanna, í samvinnu við flugfélagið Erni og Isavia, er haldin í dag í Kórnum í Kópavogi. Kaupstefnan er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og jafnframt tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni.

Markmið og tilgangur með Mannamóti er að skapa vettvang þar sem landsbyggðarfyrirtæki fá tækifæri til að kynna sína þjónustu og vöruframboð fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu og gefst gestum viðburðarins kostur á kynna sér það sem mismundi landshlutar eru að bjóða upp á með áherslu á vetrarferðamennsku.

Allnokkur ferðaþjónustufyrirtæki af Norðurlandi vestra eru með kynningu á Mannamóti. Meðfylgjandi myndir tóku Sigríður Garðarsdóttir og Edda Brynleifsdóttir í morgun.

Skagfirðingar á Mannamóti. Mynd:Sigríður Garðarsdóttir.Skagfirðingar á Mannamóti. Mynd:Sigríður Garðarsdóttir.Skagfirðingar á Mannamóti. Mynd:Sigríður Garðarsdóttir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir