Markmenn í vondum málum - Myndband

Þennan föstudag hefjum við með því að óska íslenska landsliðinu til hamingju með góðan leik í gær gegn Frakklandi sem endaði 2-2 eftir að Ísland var tveimur mörkum yfir þegar 5 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Skagfirðingarnir þrír í liðinu, Hólmar Örn, Kári Árna og Rúnar Már stóðu sig með stakri prýði og verða líklegir á mánudaginn gegn Sviss.

Hólmar Örn Eyjólfsson

 

Fyrir þá sem ekki tengja er Hólmar Örn sonur Eyjólfs Sverrissonar sem gerði garðinn frægan í Þýska boltanum og Önnu Pálu Gísladóttur Kristjánssonar og Díu Ragnars.

 

 

 

Kári Árnason 

 

Kári Árnason, sem hætti við að hætta eftir HM í Rússlandi, er hálfur Hofsósingur, en hann er sonur Fanneyjar Friðbjörnsdóttur hjúkrunarfræðings sem fædd er og uppalinn á Hofsósi. Hann er af mörgum talinn maður leiksins í gær og skoraði stórglæsilegt mark.

 

 

Rúnar Már  

 

Rúnar Már er sá eini af þeim þremur sem alinn er upp hjá Tindastóli, sonur Sigga Magga Alla Robb og Sigurlaugar Konráðs.

 

 

Á vef Skagfirðingafélagsins var þess getið fyrir EM 2016 að móðurafi Gylfa Þórs Sigurðssonar, Ólafur Gíslason, hafi alist upp a bænum Undhóli í Óslandshlíð. Var hann m.a. í Bændaskólanum á Hólum og mikil afreksmaður í íþróttum og hefði þar af leiðandi ágætis tengingu við Skagafjörðinn.

En bara til að geta glaðst yfir óförum annarra, í þessu tilfelli óheppnum markmönnum, látum við fylgja stórskemmtilegt myndband úr boltanum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir