Matarmikil frétt af frárennslismálum

Myndir af vettvangi sem sýnir að ástandið hefur batnað til muna frá því í fyrra, líkt og mynd sem birtist með frétt ruv.is um málið.
Myndir af vettvangi sem sýnir að ástandið hefur batnað til muna frá því í fyrra, líkt og mynd sem birtist með frétt ruv.is um málið.

Á fréttavef RÚV má lesa skemmtilega skrifaða frétt af frárennslismálum frá sláturhúsi KVH á Hvammstanga. Af fréttinni mátti ætla að mörg hundruð og jafnvel þúsundir máva væru að flögra í kringum útrásarop sem út úr streymdi þykk kjötsúpa frá sláturhúsinu. Með fréttinni fylgdi síðan ljósmynd af fuglageri, sem tekin var í fyrra.

Niðurstaða eftirlits og ljósmyndir úr fjórum eftirlitsferðum Heilbrigðiseftirlitsins nú í haust gefa til kynna að deila megi verulega í þann fjölda máva sem sagðir eru vera á svæðinu í frétt RÚV. Jafnframt er sláandi munur á þeim fjölda fugla sem nú er við útrásaropið eða um 80 fuglum og þeirri miklu mergð sem er að sjá á eldri ljósmyndum.

Mynd af fjörunni við Sláturhús KVH, tekin í haust.

Samanburður á ljósmyndum frá í ár og í fyrra styðja við fyrstu niðurstöður úr mælingum á fráveituvatni sem gefa sterklega til kynna að hreinsibúnaður sláturhússins sé að gera verulegt gagn.  

Von hefur verið á útgáfu nýrrar fráveitureglugerðar í nokkur ár frá umhverfisráðherra, sem mun skýra nánar hvaða kröfur verða gerðar til hreinsunar á fráveituvatni. Kröfurnar munu þá væntanlega taka mið af aðstæðum í viðtaka. Heilbrigðiseftirlitið hefur ekki orðið vart við annað en vilji sé til þess að leysa úr málum í samræmi væntanlega reglugerðina  hjá ráðamönnum sveitarfélagsins.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir