Matarvagninn mættur við Glaumbæ

Söluvagn sem Helgi Freyr Margeirsson fékk leyfi til að staðsetja og reka tímabundið í landi Glaumbæjar í Skagafirði opnaði sl. laugardag í sól og blíðu. Í vagninum verður hægt að kaupa sér sitthvað í svanginn eða bara smáræði til að láta eftir duttlungum sínum. Heyrst hefur að ísinn sé afar vinsæll.
Ekki eru allir sáttir við leyfisveitingu eða staðsetningu vagnsins sem stendur sunnan safnasvæðis Glaumbæjar, en Þjóðminjasafnið hefur sett sig upp á móti staðsetningunni. Skipulags- og bygginganefnd Skagafjarðar telur aftur á móti óhætt að gera þessa tilraun meðan unnið er í deiliskipulagi svæðisins en vinna við það er þegar í gangi. Á meðan geta gestir notið þjónustunnar sem boðið er upp á.
Tengd frétt:
Tímabundið leyfi fyrir matarvagn við Glaumbæjarsafn samþykkt