Matís opnar í dag

Í dag kl. 16:30 mun Matís ohf. opna líftæknismiðju í Verinu að Háeyri 1. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun ávarpa athöfnina og að því loknu opna líftæknismiðjuna formlega.

Í kjölfar formlegrar opnunar verða fluttir stuttir fyrirlestrar ásamt því sem boðið verður upp á
léttar veitingar. Er það ósk starfsfólks Matís að sem flestir sjái sér fært að mæta og fagna þessum áfanga.

Líftæknismiðjan í Verinu er sérstaklega sett upp til að skapa vettvang fyrir öflugar rannsóknir og þróunarvinnu á sviði líftækni og lífvirkra efna/afurða. Markmiðið er að aðstaða og gæði rannsókna á rannsóknarstofu Matís standist alþjóðlegan samanburð.
Lögð verður mikil áhersla á rannsóknir og þróun tengt nýtingu aukaafurða ogafurða unna úr þeim, t.d. prótein, peptíð, fitusýrur, sykrur ofl.
Á þennan hátt skapast góð tækifæri fyrir myndun nýrra verkefna og jafnvel fyrirtækja á svæðinu sem í kjölfarið stuðlar að auknum fjölbreytileika í atvinnulífi.

Fleiri fréttir