Með vottun í tölvuhakki
feykir.is
Skagafjörður
04.06.2014
kl. 15.07
Skagfirðingurinn Arnar S. Gunnarsson, öryggissérfræðingur hjá Nýherja, hefur hlotið tvær öryggisvottanir tölvukerfa. Annars vegar er að ræða vottunina Computer Hacking Forensics (CHFI) á vegum Hacker University og hins vegar Certified Ethical Hacker (CEH) á vegum Promennt. Báðar gráðurnar eru vottaðar í gegnum fyrirtækið EC Council. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins í dag.
Námskeiðið Certified Ethical Hacker fór fram í tengslum við Hacker Halted ráðstefnunna hér á landi og er vottun í innbrotum í tölvukerfi.
Viðtalið við Arnar má lesa hér.