Meðalþyngd dilka meiri en fyrir ári

Í upphafi vikunnar var sagt frá því á heimasíðu Kaupfélags Skagfirðinga eftir að fimm vikur voru liðnar af sláturtíð að búið væri að slátra yfir 66. þús. fjár. Meðalþyngd dilka eftir þessar fimm vikur er 16,76 kg en var 16,5 kg á sama tíma í fyrra.

Þá segir að gerð dilka sé með því betra eða 9,17 og einkunn fyrir fitu 6,38. Í fyrra var einkunn fyrir gerð 8,99 og 6,35 fyrir fitu eftir fyrstu fimm vikurnar.

Á vefnum eru bændur minntir á að senda vottorð um geldingu, frá dýralækni, með sauðum sem sendir eru til slátrunar. Sjá má frekari upplýsingar um hrútadaga HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir