Meistaradeild KS í hestaíþróttum - Hofstorfan

Þriðja liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS í hestaíþróttum er lið Hofstorfunar. Liðið er skipað miklu keppnisfólki sem finnst allt annað en sigur vera tap. Liðsstjóri er Elvar E. Einarsson á Skörðugili.

Með Elvari í liði er þjálfarinn á Narfastöðum Bjarni Jónasson, Skapti Steinbjörnsson formaður Skagfirðings og hrossaræktandi á Hafsteinsstöðum, Lilja S. Pálmadóttir eigandi Hofstorfunar og Freyja Amble.

Á Facebooksíðu Meistaradeildarinnar segir að Bjarni Jónasson hafi ætíð verið í baráttunni um stigahæsta einstaklinginn og verður gaman að sjá hvort Lilja mæti með Móa sinn en þau sigruðu fjórganginn í fyrra. Þarna verður ekkert gefið eftir og metnaður lagður í hlutina.

Spennan magnast en fyrsti kepnisdagur er annað kvöld.

Keppnisdagar KS deildarinnar 2019:
13. feb. - Gæðingafimi -Sauðárkrókur
27. feb. - Slaktaumatölt - Sauðárkrókur
13. mars - Fimmgangur - Akureyri
27. mars - Fjórgangur - Sauðárkrókur
12.  apríl - Tölt og Flugskeið – Sauðárkrókur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir