Meistaradeild Norðurlands 2011

Stjórn Meistaradeildar Norðurlands í hestaíþróttum hefur gert tvær breytingar á dagskrá fyrir næsta tímabil, sú fyrri er að keppt verður í fimmgangi 2. mars og tölt færist til 16. mars. Hin breytingin er að síðasta mótið verður miðvikudaginn 30. mars, í stað 1.apríl eins og áður hafði verið auglýst.

Mótadagar verða því svona:

26. jan: Úrtaka fyrir þau 6. sæti sem laus eru.  Síðasti skráningardagur 23. janúar

16. feb: Fjórgangur

2. mars: Fimmgangur

16. mars: Tölt

30. mars: Smali og skeið. Loka mót

Kaupfélag Skagfirðinga mun eins og áður fyrr, vera aðalstyrktaraðili Meistaradeildar Norðurlands.

Fleiri fréttir