Melatún boðin út í lokuðu útboði

Mynd: ÓAB
Mynd: ÓAB

Eins og fjallað var um hér á Feyki  þann 24. júlí sl. eru ekki fleiri lóðir til úthlutunar á Sauðárkróki og liggja fyrir umsóknir um lóðir hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa.

Á byggðarráðsfundi i gær voru lóðamálin tekin fyrir en Skipulags- og byggingarnefnd beindi því til Byggðarráðs að hefja framkvæmdir við gerð nýrrar götu, Melatún. Samþykkt var að fara í gerð nýrrar götu í Túnahverfi sem bera mun heitið Melatún.

Einnig voru lögð fram gögn varðandi hönnun nýrrar götu við Melatún. Gatan er á samþykktu deiliskipulagi fyrir Túnahverfi og fyrir ligga gögn um legu hennar. Byggðarráð ákvað að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að láta vinna kostnaðaráætlun fyrir gerð götunnar og bjóða hana út í lokuðu útboði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir