Mengun yfir hættumörkum í Skagafirði

Almannavarnir hafa sent út sms skilaboð til íbúa á stór-Skagafjarðarsvæðinu þar sem varað er við mengun yfir hættumörkum. Er fólki bent á að loka gluggum og halda sig innan dyra.

Leiðbeiningar um viðbrögð við menguninni er að finna á vef umhverfisstofnunar, en að sögn Vernharðs Guðnasonar slökkviliðsstjóra á Sauðárkróki er mengunin það mikil að fólki er eindregið ráðlagt að vera innandyra og alls ekki stunda áreynslu utan dyra. Hann bendir fólki á að fylgjast með fréttum en tilkynnt verður þegar ástandinu linnir.

Uppfært kl 09:06:

Í tilkynningu sem var að berast gegnum póstlista kemur eftirfarandi fram:

Aukin brennisteinsdíoxíð (SO2) mengun mælist nú í Skagafirði. Hæstu gildi sem mældust í morgun á Sauðárkróki voru 1.7 ppm sem er um 5100 míkrógrömm á rúmmetra.

Fleiri fréttir