Menn ársins í Austur-Húnavatnssýslu

Björgunarsveitarfólki var vel fagnað við afhendingu viðurkenningarinnar. Mynd: Arnar Þór Sævarsson, tekið af huni.is
Björgunarsveitarfólki var vel fagnað við afhendingu viðurkenningarinnar. Mynd: Arnar Þór Sævarsson, tekið af huni.is
Lesendur Húnahornsins völdu björgunarsveitarfólk í Björgunarfélaginu Blöndu sem menn ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2019. Að vanda var tilkynnt um valið á Blöndublóti, þorrablóti Blönduósinga, sem haldið var á laugardagskvöldið. Þetta er í 15. sinn sem lesendur Húnahornsins velja mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu.
 
Á vef Húnahornsins, huni.is, segir: „Björgunarfélagið stóð í ströngu í síðasta mánuði þegar mikið óveður gekk yfir landið. Félagsmenn lögðu mikið á sig við erfiðar aðstæður við að aðstoða og tryggja öryggi íbúa í óveðrinu og að aðstoða fyrirtæki og stofnanir í héraðinu."
Það var Hjálmar Björn Guðmundsson, formaður björgunarfélagsins, sem tók við viðurkenningarskildi og gjöf frá Húnahorninu. Gjöfin er 100.000 króna styrkur til félagsins.

Þátttaka í valinu á manni ársins í Austur_Húnavatnssýyslu var mjög góð að þessu sinni og fengu fjölmargir verðskuldaða tilnefningu en langflestar féllu þær Björgunarfélaginu Blöndu í skaut, að því er segir á huni.is.

 

Fleiri fréttir