Menningarsjóður KS úthlutar styrkjum

Bjarni Maronsson og Þórólfur Gíslason afhenda Kristínu Höllu Bergsdóttur styrk til verkefnisins Börn fyrir börn. Mynd:FE
Bjarni Maronsson og Þórólfur Gíslason afhenda Kristínu Höllu Bergsdóttur styrk til verkefnisins Börn fyrir börn. Mynd:FE

Í gær, mánudaginn 3. júlí, var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga. Að þessu sinni voru það 25 aðilar sem hlutu styrk úr sjóðnum til margvíslegra menningartengdra verkefna. Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og Bjarni Maronsson, stjórnarformaður KS afhentu styrkina en auk þeirra sitja þau Efemía Björnsdóttir, Einar Gíslason, og Inga Valdís Tómasdóttir í stjórn sjóðsins.

Í máli sínu lýsti Þórólfur ánægju sinni með að fyrirtækið gæti lagt sitt af mörkum og stutt við hið blómlega starf á sviði menningar og lista sem dafnar hér um slóðir.

Að lokinni afhendingu styrkjanna tóku nokkrir styrkþeganna til máls og þökkuðu fyrir þann stuðning og velvilja sem þeirra framtaki væri sýnt með stuðningi sjóðsins.

Allir geta sótt um styrk í sjóðinn en stundum hefur sjóðurinn sjálfur frumkvæði að úthlutunum. Eftirtaldir aðilar hlutu styrki og er röðin tilviljanakennd og segir ekki til um upphæðir styrkjanna:

Sjúkraþjálfarar Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki
Stefanía Fjóla Finnbogadóttir og Guðmundur Magnússon
Skagafjarðarhraðlestin
Samband skagfirskra kvenna
Fífilbrekka ehf. „ Samvinnuhús 1882-1982“
Kiwanisklúbburinn Drangey
Sögusetur íslenska hestsins
Lionsklúbbarnir í Skagafirði
Listasafn Skagfirðinga / Sýningahópurinn Uglur
Skotta Kvikmyndafjelag
Guðbrandsstofnun
Börn fyrir börn – Kristín Halla Bergsdóttir
Sigvaldi Helgi Gunnarsson
Samgönguminjasafn Skagafjarðar
Frásaga – Jóhanna S.Traustadóttir og Margrét B. Einarsdóttir
Reynistaðarbræður
Kór Hóladómkirkju
Jónsmessuhátíð á Hofsósi
Bridsfélag Sauðárkróks
Leikfélag Sauðárkróks
Kakalaskáli
Puffin and friends
Leikfélag Hofsóss
Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival
Þjóðkirkjan í Skagafirði
 
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir