,,Menntun er forsenda uppbyggingar“

Frá útskriftinni á laugardag.

Laugardaginn 11. október voru brautskráðir sextán nemendur frá Hólaskóla-Háskólanum á Hólum. Að þessu sinni voru brautskráðir BA nemendur í ferðamálafræði, diplómanemendur í fiskeldi, ferðamálafræði og viðburðastjórnun auk nemanda með réttindi staðarvarðar. Veittar voru viðurkenningar fyrir bestan námsárangur á diplómaprófi í fiskeldi og ferðamálafræði.
Í  ræðu sinni við útskriftina sagði  dr. Skúli Skúlason rektor meðal annars:  ,,Menntun og þekking eykur víðsýni, sköpunargetu og sjálfstæði og eru forsenda uppbyggingar og eflingar bæði einstaklinga og þjóða.“ Hann bendi einnig á þá auðlegð sem Ísland byggi yfir í náttúru og menningu og lagði áherslu á að til þess að geta umgengist þessar auðlindir af skynsemi þá þyrfti að sýna þeim virðingu og að þekking sé ein grundvallarforsenda slíkrar virðingar.
Rektor kom einnig inná að ábyrgð háskólanna gagnvart þjóðinni á þessum erfiðleikatímum væri mikil. Í samtali við Skúla kom fram að Háskólinn á Hólum er að vinna að tillögum um viðbrögð við breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu.

Fleiri fréttir