Messa í Hóladómkirkju
feykir.is
Skagafjörður
08.08.2014
kl. 09.38
Messa verður í Hóladómkirkju sunnudaginn 10. ágúst kl. 11:00. Kristín Árnadóttir djákni predikar og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup þjónar fyrir altari. Léttir söngvar fyrir alla fjölskylduna.
Síðustu tónleikar sumarsins í Hóladómkirkju eru sunnudaginn 10. ágúst kl. 14:00.
Þá mun Maria Cederborg leika á flautu og Enrique Canales syngja og leika á gítar
baráttusöngva frá Chile og dóttir þeirra Rosalía Canales leikur á fiðlu, hljómborð, hristur,
tamborínu og margt fleira. Þetta verða ógleymanlegir tónleikar.
Aðgangur ókeypis. Allir hjartanlega velkomnir.
/Fréttatilkynning