Metár hjá Byggðasafni Skagfirðinga

Í ársskýrslu Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árið 2008 kemur margt skemmtilegt í ljós. Til dæmis að árið í fyrra var metár á mörgum sviðum safnsins. Svo sem að aldrei hafa komið fleiri gestir á sýningar safnsins, aldrei hafa verið fleiri á launum við jafn fjölbreytileg verkefni, aldrei hefur verið gefið út jafn mikið af prentuðu efni á einu ári og fjöldi samstarfsaðila hefur aldrei verið meiri.
Margt fleira kemur fram í skýrslunni sem lýtur að margvíslegum störfum safnsins og góðum árangri Fornleifadeildar og Fornverkaskóla. Einnig er stiklað á helstu atriðum í starfsemi Söguseturs íslenska hestsins, sem er nátengt safninu að stofni og starfi.

Skýrsluna er að finna á hér .

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir