MÍ 11-14 ára á Sauðárkróksvelli

Meistaramót Íslands 11-14 ára er haldið á Sauðárkróksvelli nú um helgina, í dag og á morgun. Um það bil 230 krakkar frá sautján félögum víðsvegar um landið eru skráðir til keppni að því er segir á vef Frjálsíþróttasambands Íslands.

Keppnin hófst á Sauðárkróksvelli kl.10:00 og stendur til kl.17:00 í dag og heldur áfram á morgun kl. 9:00. Mótinu lýkur um kl.15:00.

Það er um að gera fyrir þá sem geta að líta við á Sauðárkróksvelli og sjá íþróttastjörnur framtíðarinnar hefja feril sinn á MÍ 11-14 ára. Tímaseðil og úrslit má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir