MÍ öldunga í frjálsum íþróttum fer fram á Sauðárkróki

Íþróttasvæðið á Króknum. Mynd: Ómar Bragi Stefánsson.
Íþróttasvæðið á Króknum. Mynd: Ómar Bragi Stefánsson.

Meistaramót Íslands í öldungaflokki fer fram á íþróttavellinum á Sauðárkróki dagana 14.-15. ágúst. Það verður því gaman að sjá gamla og efnilega hlaupara og stökkvara alls staðar af landinu, etja kappi á Króknum. 

Skráning keppenda fer fram í ÞÓR, mótaforriti FRÍ. Skráningum skal skila inni eigi síðar en á miðnætti þriðjudaginn 10.ágúst. Hægt er að skrá keppendur þar til kl. 10 á föstudaginn 13. ágúst gegn þreföldu skráningargjaldi skv. reglum FRÍ og sendist sú skráning á umss@umss.is. Vegna sóttvarnarsjónarmiða verður ekki hægt að skrá sig til keppni eftir þann tíma.

Drög að tímaseðli verða birt í mótaforritinu ÞÓR og endanlegur tímaseðill verður birtur 11.ágúst.

Boðsbréfið má finna hér.

/SMH

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir