Miðar á Sönglög á aðventu rjúka út!

Rífandi gangur er í miðasölu á jólatónleikana Sönglög á aðventu sem haldnir verða í Menningarhúsinu Miðgarði 5. desember nk. „Þetta hefur nú aldrei farið svona vel af stað verð ég að segja og mikil stemning í hópnum sem stendur að tónleikunum,“ segir Stefán Gíslason, einn forsvarsmanna tónleikana, í samtali við Feyki.

Aðspurður um hve margir miðar séu seldir á tónleikana svarar Stefán að á þriðja hundrað miðar séu farnir og tvær vikur í tónleika. Miða er hægt að nálgast á Miða.is og nú er um að gera að tryggja sér miða í tíma.

Fleiri fréttir