Miðflokkurinn eins árs í dag
Í dag 8. október fagnar Miðflokkurinn því að eitt ár er liðið frá frá stofnun flokksins. Stofnfundurinn var haldinn í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík fyrir troðfullu húsi sunnudaginn 8. október 2017.
Jón Pétursson, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins, segir í tilkynningu að stofnfélagar hafi verið margir, frá öllu landinu, og að fjöldi þeirra hafi fljótlega farið yfir 1000 manns. Reglulega bætast fleiri í flokkinn, ýmist óflokksbundnir eða fólk úr öðrum flokkum.
Miðflokkurinn bauð fram M-lista í 12 sveitarfélögum um allt land í sveitarstjórnarkosningunum 26. maí sl. en að auki tekur Miðflokkurinn þátt í sameiginlegum framboðum í tveimur sveitarfélögum, N-lista í Húnaþingi Vestra og L-lista á Seltjarnarnesi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.