Mikið líf á lokadögum Sæluviku

 

Glæsilegt dansgólfið í Miðgarði var vel nýtt um helgina

Það var líf og fjör á lokadögum Sæluviku en fullt var á allar uppákomur um helgina.

Á föstudagskvöld var glæsileg Tónlistarveisla í Íþróttahúsinu sem endaði síðan með Sálarballi.
Á laugardagskvöld var kóramót í Miðgarði og var húsfyllir á kórtónleikana og síðan aftur um nóttina þegar á þriðja hundrað manns dillaði sér undir hinni víðfrægu Skagfirsku sveiflu Geirmundar.
Leikfélagið hélt upp á 120 ára afmæli sitt með hátíðarsýningu og að henni lokinni hátíðarkvöldverði á Mælifelli.

Fleiri fréttir