Mikið um að vera á morgun

Jólamarkaður verður í  Bóknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á morgun laugardag milli 12 og 17. Þá verður Kvenfélag Sauðárkróks með jólabasar í Rauða krosshúsinu við Aðalgötu milli 14 og 17. 

 

Á báðum stöðum verður boðið upp á handverk auk þess sem í Bóknámshúsinu verður boðið upp á laufabrauð, reyktan rauðmaga, harðfisk, hákarl og saltfisk

Fleiri fréttir