Mikið um að vera hjá heldri borgurum
Félagsstarf eldri borgara í Skagafirði er með miklum blóma og hefur félag þeirra auglýst dagskrá og samkomur vetrarins fram að áramótum í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Komið er saman klukkan 13:00 mánudaga og fimmtudaga.
Í október verður dagskrá með eftirfarandi hætti:
- 4. mánudagur – haustfundur - spil
- 7. fimmtudagur - spiladagur
- 11. mánudagur – bingó
- 14. fimmtudagur - spiladagur
- 18. mánudagur – félagsvist
- 21. fimmtudagur - spiladagur
- 25. mánudagur – bingó
- 28. fimmtudagur – spiladagur
Nóvember
- 1. mánudagur – félagsvist
- 4. fimmtudagur – 4. spiladagur
- 8. mánudagur – bingó
- 11. fimmtudagur - spiladagur
- 15. mánudagur – félagsvist
- 18. fimmtudagur - spiladagur
- 22. mánudagur – bingó
- 25. fimmtudagur - spiladagur
- 29. mánudagur – félagsvist
Desember
- 2. fimmtudagur - spiladagur
- 6. mánudagur – bingó
- 9. fimmtudagur - spiladagur
- 13. mánudagur – félagsvist
- 16. fimmtudagur – JÓLAFUNDUR
Þá ætlar Sönghópur Félags eldri borgara að hefja sitt starf að nýju eftir gott frí í sumar en fyrsta söngæfing verður í Ljósheimum 29.september klukkan 15:00 en samkvæmt tilkynningu frá hópnum ætlar hann að láta heyrast í sér svo um munar og eru nýjar raddir boðnar velkomnar í þennan glæsilega hóp.
Á Löngumýri er skipulögð dagskrá fyrir eldri borgara og hefst vetrarstarfið þar 5. október en samverustundirnar til áramóta verða 5. og 19. októberog 2., 16. og 30. nóvember en þá verður aðventusamkoman. Rútuferðir verða óbreyttar frá fyrra starfsári en samverustundirnar hefjast klukkan 13:30.
Boccia hefst mánudaginn 4. október kl. 18:40 í Íþróttahúsinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.