Mikið um að vera í Tindastóli
Fjölmenning á Skíðasvæðinu
Góðar aðstæður og fjöllmenni var á skíðasvæðinu um helgina. Skíðafólk frá mörgum íþróttafélögum voru við æfingar og ungmenni í hópum "Adrenalín gegn rasisma" fóru sum hver í fyrsta sinn á skíði.
Skíðafélögin Ármann, ÍR, Víkingur og KR voru við æfingar alla helgina. Á sunnudag komu um 30 ungmenn úr hópnum "Adrenalín gegn rasisma". Um er að ræða verkefni sem er á vegum Laugarneskirkju og miðar að því að efla samkennd og vinna gegn kynþáttarfordómum hjá ungu fólki. Hópurinn dvaldi í Skagafirði um helgina og upplifði ýmiskonar ævintýri m.a. heimsótti minnkabúið á Ingveldarstöðum, fór til félaganna í Skotfélaginu Ósmann og naut Skagfirskrar náttúru á Reykjum.
Á föstudag voru um 50 manns á skíðum og 80 manns komu á skíði bæði á laugardag og sunnudag.
Mjög gleðilegt var að sundlaugin var opin til kl. 18 á laugardag og mæltist það mjög vel fyrir hjá gestum okkar. Kærar þakkir til Sveitarfélagsins fyrir þessa auknu opnun á sundlauginni.