Mikið umleikis í Sauðárkrókshöfn
feykir.is
Skagafjörður
04.07.2014
kl. 08.46
Alfafréttir hafa legið niðri í síðustu tveimur tölublöðum Feykis vegna sumarleyfis. Verður þráðurinn tekinn upp aftur í næsta tölublaði, en þess má geta, hér með þessari frétt, að töluvert hefur verið umleikis í Sauðárkrókshöfn.
Á laugardag kom Klakkur SK-5 inn eftir þriggja sólahringa veiðiferð með um 120 tonn af þorski. Var landað úr honum á mánudag, ásamt rækjuskipunum Farsæli SH-30 og Röst SK-17. Þá kom Málmey SK-1 inn um hádegisbil á mánudag með um 15.500 kassa af frosnum afurðum