Mikil mildi að ekki fór verr
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
02.01.2015
kl. 14.14
Mikil mildi þykir að ungt par skyldi sleppa án alvarlegra meiðsla í umferðarslysi í Vatnsskarði í morgun. Bílstjórinn missti stjórn á bílnum í mikilli hálku og fór bíllinn nokkrar veltur áður en hann stöðvaðist utan vegar. Rúv.is greinir frá þessu.
Ökumaður bifreiðarinnar, ung kona, missti meðvitund í hamaganginum og rankaði við sér í aftursæti bílsins en hún var ekki í bílbelti.
„Lögreglumaður lýsti því svo að konan hefði unnið stærsta happdrættisvinning ævinnar með því að sleppa svona vel úr slysinu,“ segir í frétt Rúv. Farþeginn, ungur maður, var í bílbelti. Bæði sluppu þau með mar og hrufl en án alvarlegra meiðsla.