Mikil nautgripaslátrun hjá SAH

Hjá SAH Afurðum á Blönduósi var mikið slátrað af nautgripum fyrri part vetrar og sem dæmi  var slátrað samtals 217 nautgripum í nóvember mánuði sem er með almesta móti.

Á heimasíðu SAH segir að mikil slátrun hafi einnig verið í desember og ljóst að nautgripaslátrun hjá félaginu á nýliðnu ári hafi verið sú mesta í nokkuð mörg ár. Ungneyti eru þó heldur léttari en verið hefur og einnig heldur yngri.

„Ljóst má vera að til að nautakjötsframleiðslan nái að standa undir þörfum innanlandsmarkaðar þarf að koma til aukin framleiðsla, hvort heldur sem það verður gert með fjölgun gripa eða sem hlýtur að teljast spennandi valkostur, með innflutningi annars kúakyns. Það þyrfti þá að vera kúakyn sem hentaði til kjötframleiðslu“, segir Sigurður Jóhannesson framkvæmdastjóri SAH.

Þá segir Sigurður að sala nautgripakjöts hafi gengið ágætlega og eru bændur hvattir til að hafa samband við SAH hafi þeir gripi til slátrunar.

Fleiri fréttir