Mikil stemning á Vinadegi grunnskólanna í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður
15.10.2014
kl. 15.41
Vinadagur grunnskólanna í Skagafirði var haldinn í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki og Árskóla í dag. Mikil stemning var í húsinu og tóku krakkarnir vel undir í söng og dansi, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.
Vinaverkefnið í Skagafirði er samstarfsverkefni leik – grunn og framhaldsskólans, frístundadeildar, íþróttahreyfingarinnar og foreldra í Skagafirði. Verkefnið hefur það að markmiði að ekkert barn í Skagafirði upplifi vinalausa æsku. Einn liður í forvarnarvinnu verkefnisins er að halda svokallaðan vinadag þar sem öll skólabörn ásamt starfsfólki skólanna koma saman og eiga gleðilegan dag.
http://vimeo.com/109016759