Hjörtur J. Guðmundsson
sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur
Mikilvægara en veiðigjöldin | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
10.07.2025
kl. 08.52
Miklar umræður hafa farið fram á Alþingi að undanförnu þar sem stjórnarandstaðan hefur vakið athygli á vægast sagt illa unnu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sem hafa mun mjög neikvæð fjárhagsleg áhrif á sjávarútveginn og sjávarbyggðir landsins verði það að lögum. Um mjög mikilvægt mál er þannig að ræða. Hins vegar er stóra valdaframsalsmálið, eða bókun 35 við EES-samninginn, miklu mikilvægara enda þar um að ræða verðmæti sem seint verða metin til fjár.
Valdaframsalsmálið snýst sem kunnugt er um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar um bókun 35 við EES-samninginn. Verði frumvarpið samþykkt verður lögfest að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleiða þarf vegna aðildar Íslands að EES-samningnum gangi framar innlendri löggjöf. Verði henni með öðrum orðum æðra. Mál sem virtir lögspekingar hafa varað við að fari gegn fullveldisákvæðum stjórnarskrárinnar.
Valdaframsalsmálið snýst þannig um valdið yfir íslenzkum málum. Málið er miklu stærra að sama skapi en Icesave-málið sem varðaði einnig mikla fjárhagslega hagsmuni en snerist engu að síður aðeins um eina lagagerð frá Evrópusambandinu, um innistæðutryggingar. Valdaframsalsmálið snýst hins vegar um forgang alls regluverks í gegnum EES-samninginn. Þar á meðal um innistæðutryggingar og sem haft getur mikil fjárhagsleg áhrif meðal annars fyrir sjávarútveginn.
Fleiri fréttir
-
Sinfó stuð í sundi
Feykir sagði frá því fyrr í vikunni að framundan væri skemmtilegur viðburður en það er Sinfó í sundi. Tilefnið er 75 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Skagafjörður og Blönduós taka þátt í viðburðinum og verður tónleikunum útvarpað í sundlaugunum á Sauðárkróki, Varmahlíð og Blönduósi.Meira -
Skipulagt rafmagnsleysi í Húnabyggð og á Skagaströnd
Á heimasíðunni huni.is segir að vegna vinnu við stækkun spenna í aðveitustöðinni á Laxárvatni og vegna aðgerða til styrkingar á dreifikerfi Rarik verður rafmagnslaust í stórum hluta Húnabyggðar og á Skagaströnd í næstu viku:Meira -
Verja megninu af ferðalaginu á Norðurlandi
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla 28.08.2025 kl. 12.30 gunnhildur@feykir.isErlendir ferðamenn sem koma með beinu flugi til Akureyrar fara meira um landshlutann Norðurland en aðra landshluta og þannig skapar beina flugið raunverulega viðbót við þann fjölda sem heimsækir landshlutann, þetta kemur fram í fréttatilkynning frá Markaðsstofu Norðurlands.Meira -
Fjölbreytt dagskrá hjá Fornverkaskólanum á næstu vikum
Óhætt er að segja að það verði nóg um að vera hjá Fornverkaskólanum nú síðsumars en á döfinni eru þrjú námskeið í hefðbundnu byggingarhandverki og málþing um torfarfinn. Fornverkaskólinn er verkefni á vegum Byggðasafns Skagfirðinga sem hefur það að markmiði að miðla fróðleik og halda utan um námskeið í hefðbundnu byggingarhandverki.Meira -
Stuðningsmenn Tindastóls mættir til Póllands
Þegar blaðamaður Feykis hnýtur um stuðningsmenn Tindastóls á ljósmynd inná karfan.is, þar sem okkar fólk er farið utan til að styðja Íslenska landsliðið í körfubolta þá verður að setja inn frétt. Ísland hefur leik í dag á lokamóti EuroBasket 2025 þegar það leikur gegn Ísrael og hefst leikurinn kl. 12:00 að íslenskum tíma í dag fimmtudaginn 28. ágúst.Meira