Minningarsjóði Sigurlaugar frá Ási færðar tíu milljónir

Þorsteinn Þorsteinsson yfirlæknir, Herdís Klausen yfirhjúkrunarfræðingur svæðis, Örn Ragnarsson framkvæmdastjóri lækninga og formaður stjórnar Minningarsjóðsins, Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN, Elín H. Sæmundardóttir ritari og Engilráð M. Sigurðardóttir gjaldkeri sjóðsins. Myndir: FE
Þorsteinn Þorsteinsson yfirlæknir, Herdís Klausen yfirhjúkrunarfræðingur svæðis, Örn Ragnarsson framkvæmdastjóri lækninga og formaður stjórnar Minningarsjóðsins, Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN, Elín H. Sæmundardóttir ritari og Engilráð M. Sigurðardóttir gjaldkeri sjóðsins. Myndir: FE

Stjórnendur HSN á Sauðárkróki buðu á dögunum nánustu vinum og ættingjum Guðlaugar Arngrímsdóttur, stjórn Minningarsjóðs Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási og Jóni Helga Björnssyni forstjóra HSN til kaffisamsætis. Tilefnið var að minnast Guðlaugar Arngrímsdóttur, eða Gullu, sem fædd var 14. janúar 1929 í Litlu-Gröf Skagafirði og dáin þann 31.mars 2017 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki.  Guðlaug arfleiddi HSN á Sauðárkróki að  rúmum tíu milljónum króna.Nánustu vinum og ættingjum Guðlaugar Arngrímsdóttur, stjórn Minningarsjóðs Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási og Jóni Helga Björnssyni, forstjóra HSN, var boðið til kaffisamsætis.

Ákveðið var að leggja peningana inn á Minningarsjóð Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási en sá sjóður veitir viðtöku minningargjöfum og öðrum gjöfum. Tilgangur sjóðsins er að styrkja stofnunina á Sauðárkróki til kaupa á lækningatækjum eða öðru því sem stjórn sjóðsins telur nauðsynlegast  á hverjum tíma og hefur hann verið fjármagnaður með sölu minningarkorta, minningargjöfum og öðrum gjöfum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir