Misjafnt gengi hjá Tindastóli um helgina

Meistaraflokksliðin þrjú hjá Tindastóli léku öll um helgina með misgóðum árangri. Stelpurnar töpuðu 2-0 gegn Völsungi , 3. deildar liðið Drangey tapaði 4-2 gegn Magna en Tindastóll náði að sigra Völsung 2-0.

Stelpurnar sem enduðu í neðsta sæti léku sinn síðasta leik í Lengjubikarnum á laugardaginn en mótherjarnir, Völsungur unnu báða sína leiki. Fyrsti lekur Tindstóls verður 23. maí gegn Snæfellsnesi.

Drangey spilaði æfingaleik gegn Magna einnig á laugardaginn en spilað var á Hofsósvelli. Á Tindastóll.is segir að skelfileg byrjun Tindastóls hafi verið þeim dýrkeypt, þar sm Magna-menn komust í 3-0 á fyrstu 20. mín. Eftir það komust þeir þó meira inn í leikinn og var það Hilmar Þór Kárason sem minnkaði muninn. Það var svo Ingvi Rafn Ingvarsson sem minnkaði muninn í 3-2 en undir lokin náði Magni að komst í 4-2, og urðu það lokatölur leiksins.  Næsti leikur hjá strákunum er Bikarleikur gegn KF, 6. maí á Ólafsfirði.

Tindastóll spilaði á sunnudag gegn Völsungi á Hofsósvelli og var leikurinn  hin besta skemmtun samkvæmt Tindastólsvefnum. Þrátt fyrir mörg góð marktækifæri létu mörkin á sér standa enda mátti sjá á leikmönnum að þeir væru pínu ryðgaðir eftir langt hlé frá spilamennsku í íslenskri veðráttu og grasi. Tindastólsliðið var mun betri aðilinn í þessum leik en skoruðu þó ekki fyrsta markið fyrr en á 70. mín. Þar var að verki Benjamin Everson eftir sendingu frá Theodore Eugene Furness. Tíu mínútum seinna komst Ingvi Hrannar upp vinstri kantinn og sendi fyrir markið, þar sem Ben var fyrstur á boltann og kláraði vel. Tindastóll mun væntanlega spila einn æfingaleik til viðbótar, áður en alvaran hefst þann 12. maí.

Myndir frá leiknum er hægt að nálgast HÉR.

Fleiri fréttir