Möguleiki á framhaldsdeild á Hvammstanga ?
Fulltrúar Húnaþings vestra héldu á dögunum í heimsókn til Grundarfjarðar til skoðunar á Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Var ferðin farin með það í huga að kanna möguleika á að setja upp framhaldsdeild á Hvammstanga.
Sérstakar framhaldsdeildir í tengslum við Framhaldsskóla hafa verið settar upp víða um land með það fyrir augum að nemar geti tekið fyrstu tvö árin í framhaldsskóla í sinni heimabyggð.