Molduxar lögðu Molduxa í úrslitum Páskamóts Molduxa

Glæsilegt sigurlið Molduxa 2 sigurreift með bikarinn á lofti. MYND AF SÍÐU TINDASÓLS
Glæsilegt sigurlið Molduxa 2 sigurreift með bikarinn á lofti. MYND AF SÍÐU TINDASÓLS

Hið glæsilegu páskamóti Molduxa fór fram í dag en þetta er í þriðja skipti sem mótið er haldið. „Átta lið voru skràð til leiks að þessu sinni og eins og á öðrum Molduxamótum sáust taktar sem sjást ekki á hverjum degi á körfuboltavellinum. Keppnin var hörð en gleðin var alltaf til staðar,“ segir í frétt á Facebook-síðu körfuknattleiksdeilda Tindastóls en mótið er haldið til styrktar Stólunum.

Það voru Molduxamenn sem stóðu uppi sem sigurvegarar þetta árið, enda með bæði sín lið í úrslitaeinvíginu. Það voru Molduxar 2 sem fóru með sigur á Molduxum 1. Þvílík uppskera hjá Molduxum! Lið Molduxa 2 skipuðu þeir Sveinn Brynjar, Stefán Friðrik, Haukur Skúla, Sigmundur Skúla, Guðlaugur Skúla, Helgi Rafn og Ágúst Ingi.

Í lok fréttarinnar er öllum þakkað fyrir þátttökuna; meistaraflokki karla fyrir flautustörf, krökkunum sem tóku vaktir á ritaraborðum, Molduxum fyrir að halda mótið og Palla Friðriks og Völu Hrönn fyrir mótsstjórn.

Myndirnar hér að neðan tók Ómar Bragi og enn fleiri myndir má finna á Skín við sólu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir