Mótaröð Neista hefst á miðvikudaginn

Miðvikudaginn 4. febrúar kl. 19:00 verður haldið töltmót í Reiðhöllinni Arnargerði og er það hluti af mótaröð Neista. Keppt verður í T7, einn hringur hægt tölt og einn hringur frjáls ferð.Keppt er í unglingaflokki þ.e.16 ára  og yngri, áhugamannaflokki og opnum flokki.

Mótaröð Neista er stigakeppni fyrir Neistafélaga, þar sem þrír stigahæstu keppendur í hverjum flokki fyrir sig hljóta verðlaun fyrir samanlagðan árangur á mótum vetrarins. Aðgangur er ókeypis fyrir 100 ára og yngri, eða með öðrum orðum, frítt er inn á mótið og eru allir hvattir til að mæta, eins og segir í tilkynningu á heimasíðu félagsins.

Skráning er á netfang Neista heneisti@gmail.com fyrir kl. 22:00 þriðjudagskvöldið 3. febrúar. Við skráningu þarf að koma fram: knapi og hestur, flokkur og uppá hvaða hönd er riðið. Skráningargjald er 1.500 kr fyrir hverja skráningu. Skráningargjöld má greiða áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista  heneisti@gmail.com. Einnig má greiða á staðnum en ekki er tekið við greiðslukortum.

Fleiri fréttir