Myndasyrpa frá frumsýningu Emils í Kattholti
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
19.10.2014
kl. 14.24
Uppselt er á tvær síðustu sýningar sem eftir eru af Emil í Kattholti í uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks. Leikritið var frumsýnt um sl. helgi og hefur það fengið afar góðar viðtökur en uppselt hefur verið á fimm sýningar af átta.
Höfundur verksins er Astrid Lindgren og þýðandi Vilborg Dagbjartsdóttir. Um þýðingu söngtexta sá Böðvar Guðmundsson. Tónlist gerði Georg Riedel. Leikstjóri er Páll Friðriksson.
Síðustu tvær sýningarnar eru í dag, sunnudag 19. október kl. 16:00 og lokasýningin fer fram þriðjudaginn 21. október kl. 18:30. Miðasala er í síma 849 9434 og einnig í Bifröst 30 mín. fyrir sýningar. Hér er heimasíða félagsins.
Ljósmyndir tók Bára Kristín.