Myndasyrpa frá Króksmótinu

Þsð er fjör á Króksmóti! MYNDIR: ÓAB
Þsð er fjör á Króksmóti! MYNDIR: ÓAB

Fyrsta Króksmótið í þrjú ár fór fram á Sauðárkróksvelli nú um helgina og tókst í alla staði vel til. Keppendur og gesti dreif að í sumarblíðunni á föstudag og þó sólargeislarnir hafi ekki verið margir laugardag og sunnudag var veðrið prýðilegt til tuðrusparks. Um 500 krakkar frá 19 félögum tóku þátt á mótinu og með þeim talsvert fylgdarlið eins og gengur.

Mótinu lauk um klukkan þrjú á sunnudag og þá hvessti og það byrjaði að rigna. „Já, þetta var allt samkvæmt plani. Það var nefnilega leikur hjá 2. flokki karla klukkan 17:00 á gervigrasinu og það þurfti að vökva völlinn fyrir þann leik,“ sagði Sæþór Már Hinriksson, mótsstjóri Króksmóts, þegar Feykir hafði samband.

Hér að neðan má sjá slatta af myndum sem ljósmyndari Feykis tók mótsdagana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir