Næstu skref Matthildar

Litla hetjan, Matthildur Haraldsdóttir í Salzburg sem barist hefur fyrir lífi sínu frá því hún leit fyrst dagsins ljós, fór nýlega í hjartaþræðingu sem kom ágætlega út og var hún ótrúlega fljót að ná sér.

Á bloggsíðu þeirra Halla og Hörpu foreldra Matthildar segir að það sé skrítið að litla 3 mánaða barnið sé orðið vant því að einhverjir troði einhverju inní hjártað á því. -Ég sem hélt að svoleiðis byrjaði fyrst alvarlega á unglingsárunum og væri huglægra einhvernveginn, segi faðirinn. En Matthildur beit þetta af sér á tveimur dögum og nú er litla fjölskyldan komin heim aftur og bíður eftir næstu aðgerð sem verður um miðjan apríl.

Hægt er að skoða bloggið HÉR

Fleiri fréttir