Næturgisting í skólanum
feykir.is
Skagafjörður
18.11.2010
kl. 11.59
það var mikið fjör hjá nemendum í fjórða SK í Árskóla í gærkvöld en krakkarnir héldu þá bekkjarkvöld í skólanum og enduðu síðan kvöldið með kennara sínum í rólegheitum í stofunni þar sem allur skarinn gisti í nótt. Feykir.is kíkti á krakkana upp úr átta í morgun en þá voru þau rétt að opna augun, þreytt en ánægð, eftir skemmtilegt kvöld í gærkvöld.