Nafnasamkeppni í Selasetri
Selasetur Íslands hefur biðlað til l yngstu kynslóðarinnar um hjálp við að velja nafni á gripi eftir Guðjón Kristinsson sem bættust við safnið síðastliðið sumar.
Um er að ræða 7 gripi sem hugsaðir voru sérstaklega til afþreyingar fyrir yngstu gesti setursins; 4 útskornir selir, 1 útskorinn sjávarvættur, 1 útskorinn tröllkarl og lítill trébátur.
Tillögum að nöfnum má skila til Selaseturs Íslands á tölvupóstfangið selasetur@selasetur.isÞetta netfang er varið fyrir ruslrafpósti, þú þarft að hafa Javascript virkt til að skoða það ásamt nafni þess sem tillöguna á. Einnig má senda bréfpóst á Selasetur Íslands Brekkugötu 2, eða afhenda starfsmanni tillöguna á skrifstofutíma (inngangur að skrifstofum sjávarmegin). Gott er að hringja á undan til að fullvissa sig um að einhver sé við til að taka við tillögunum góðu.