Nafnasamkeppni í Selasetri

Bræðurnir Jóhann Ari og Daníel Atli voru rétt að kasta akkerum úr trébátnum góða með tilheyrandi sjómannsköllum, þegar starfsmaður Selasetursins fékk að smella af þeim mynd.

Selasetur Íslands hefur biðlað til l yngstu kynslóðarinnar um hjálp við að velja nafni á gripi eftir Guðjón Kristinsson sem bættust við safnið síðastliðið sumar.

 Um er að ræða 7 gripi sem hugsaðir voru sérstaklega til afþreyingar fyrir yngstu gesti setursins; 4 útskornir selir, 1 útskorinn sjávarvættur, 1 útskorinn tröllkarl og lítill trébátur.

Tillögum að nöfnum má skila til Selaseturs Íslands á tölvupóstfangið selasetur@selasetur.isÞetta netfang er varið fyrir ruslrafpósti, þú þarft að hafa Javascript virkt til að skoða það  ásamt nafni þess sem tillöguna á. Einnig má senda bréfpóst á Selasetur Íslands Brekkugötu 2, eða afhenda starfsmanni tillöguna á skrifstofutíma (inngangur að skrifstofum sjávarmegin). Gott er að hringja á undan til að fullvissa sig um að einhver sé við til að taka við tillögunum góðu.

Fleiri fréttir